Námskröfur
		
			- Nemandi skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta. 
 
			- Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði ef um er að ræða:
 
				
					- Sérstaka erfiðleika í námi, svo sem lesröskun eða fötlun
 
					- Lokaönn í námi.
 
					- Nemendur á námssamningi.
 
					- Nemendur á fyrstu önn í námi.
 
				
			- Nemandi sem fellur á önn fær aðeins heimild til innritunar á næstu önn hafi hann haft meira en 70% mætingu á önninni og geri samning um ástundun og skólasókn
 
			- Nemandi sem fallið hefur á tveimur önnum í röð eða þrem önnum samtals fær ekki skólavist á næstu önn
 
			-  Falli nemandi á önn á hann rétt á að láta þá áfanga standa þar sem hann hefur fengið einkunnina 7