ELVIS PRESTLEY KONUNGUR ROKKSINS

Elvis Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississipifylki í Bandaríkjunum. Fyrir tónlistaráhugamenn má geta þess að önnur breiðskífa Nick Cave & The Bad Seeds heitir The Firstborn is Dead sem vísar til þess að Elvis átti tvíburabróður sem fæddist andvana, og fyrsta lag skífunnar heitir einmitt „Tupelo“ eftir fæðingarbæ Elvis.

Elvis er opinberlega sagður hafa látist í Memphis, Tennessefylki, 16. ágúst 1977, 42 ára að aldri. Hann væri 76 ára gamall ef hann væri lifandi í dag (árið 2011). Samkvæmt frásögnum náinna vina og samstarfsmanna Elvis, fannst hann látinn inni á baðherbergi á setri sínu Graceland. Út frá því hafa sprottið ýmsar útgáfur af andlátsorðum hans og örugglega allar skáldskapur.

Elvis átti erfitt með svefn síðustu æviár sín og til að trufla ekki unnustu sína, Grace Alden, í svefnherberginu, fór hann stundum inn á baðherbergi á kvöldin til að geta lesið í friði. Þess vegna halda margir því fram að hans síðustu orð hafi verið:„I think I’ll go to the bathroom to read“ eða eitthvað í þá áttina.