Nánari upplýsingar um brautina

Tækniskólinn býður nemendum sem útskrifast úr grunnskóla upp á spennandi leið til stúdentsprófs. Um er að ræða þriggja ára lotubundið nám sem er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- og vísindagreinum.

Námsbrautin heitir K2 , með skírskotun í næsthæsta fjallstind heims. Nafnið vísar því í einstaka áskorun í námi með krefjandi námsfyrirkomulagi og áherslu á verkefnamiðaða vinnu.

Hverri önn er skipt upp í þrjár lotur þar sem tveir áfangar eru kenndir í senn.
Samstarf við háskóla
Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík (HR) og leiðandi tæknifyrirtæki og er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Þess utan fer hluti námsins fram í húsakynnum HR.

Fjölbreytt val og tengsl við atvinnulíf
Valgreinar nemenda eru iðngreinar að eigin vali í Tækniskólanum og því fá þau einstaka innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en ella. Atvinnulífið spilar stóran sess í náminu því nemendur munu vinna lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki í lok hverrar annar.

Einstakt nám
Markmiðið með stofnun brautarinnar er að gefa sterkum námsmönnum einstakt tækifæri til þess að:
 • undirbúa sig undir tækni- og raunvísindanám á háskólastigi.
 • fá krefjandi verkefni og þjálfast í því að hugsa út fyrir rammann.
 • tengjast háskólaumhverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnulífinu.
 • Námsleiðin

  Grunnbúðir

  • Lota 1: Enska og upplýsingatækni
  • Lota 2: Enska og stærðfræði
  • Lota 3: Íslenska
  • Lokaverkefni
  • Alla önnina í íþróttum og lífsleikni

  Tæknibúðir

  • Lota 1: Danska og Leiklist/menning
  • Lota 2: Efnafræði og eðlisfræði
  • Lota 3: Stærðfræði
  • Lokaverkefni
  • Allan önnina í íþróttum og Tækniskólavali

  Vísindabúðir

  • Lota 1: Enska
  • Lota 2: Íslenska
  • Lota 3: Eðlisfræði
  • Alla önnina í íþróttum, lífsleikni og Tækniskólavali

  Frumkvöðlabúðir

  • Lota 1: Stærðfræði
  • Lota 2: Frumkvöðlafræði og forritun
  • Lota 3: Jarðfræði og umhverfisfræði
  • Alla önnina í íþróttum og Tækniskólavali

  Forritunarbúðir

  • Lota 1: Stærðfræði
  • Lota 2: Spænska
  • Lota 3: Forritun
  • Lokaverkefni
  • Alla önnina íþróttum og Tækniskólavali

  Tindurinn

  • Lota 1: Stærðfræði
  • Lota 2: Spænska
  • Lota 3: Lífeðlisfræði
  • Lokaverkefni
  • Alla önnina í lífsleikni og Tækniskólavali

  Inntökuviðmið brautarinnar


  • Til að hefja nám á tækni og vísindaleið þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði.

  • Umsækjendur þurfa að senda námsyfirlit og kynningarbréf í tölvupósti á netfangið: nat@tskoli.is.
   Í framhaldinu verða umsækjendur boðaðir í viðtal.

  • Allir sem hefja nám á brautinni þurfa að eiga fartölvu

  Samstarf við Háskólann í Reykjavík


  • Háskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn eiga samstarf um námsskipulag brautarinnar.

  • Meginmarkmiðið með samstarfinu er að efla tækni- og raunvísindanám á framhaldsskólastigi.

  • Tilgangurinn er að aðlaga námið að hæfniviðmiðum háskólans.

  • Hluti af náminu er kenndur í HR