Upplýsingar

Í sumar mun Kóder halda forritunar-sumarbúðir fyrir 10 - 12 ára ungmenni. Við munum halda þrjár fimm daga langar sumarbúðir sem munu hverjar hafa 40 þátttakendur. Þátttökugjald í búðunum eru 40.000kr á hvern einstakling. Þær verða haldnar í Íþróttahúsi Þykkvabæjar.


Við höfum nú opnað fyrir forskráningu á biðlista fyrir búðirnar. Það kostar ekkert að forskrá sig en í mars mun þurfa að staðfesta skráningu sína með greiðslu.


Helsta markmið okkar með búðunum er að kenna forritun og upplýsingatækni á öðrum vettvangi en hefur áður verið gert hér á landi. Við ætlum okkur að samtvinna kennsluna með sumarbúðastarfsemi til þess að gera hana skemmtilegri og meira spennandi en áður.


Þar að auki viljum við einfaldlega auka framboð í sumarverkefnum fyrir börn. Það er einföld staðreynd að hæfni í upplýsingatækni er orðin einn mikilvægasti þátturinn til að skara framúr á vinnumarkaði. Með því að setja upp þessar sumarbúðir fáum við tækifæri til þess að breyta annars áhugaverðu námskeiði í djúpa og heildstæða upplifun. Í kennslu okkar beitum við fjölbreyttum kennsluaðferðum á borð við jafningjafræðslu og lærdóm í gegnum leik og verkefnavinnu. Þátttakendur leita skapandi lausna við vandamálunum sem við kynnum fyrir þeim og hvetjum við þau þannig til að þróa og efla hæfileika sína í skapandi vandamálalausnum. Að læra að leysa vandamál kennir ungmennum að hugsa í lausnum.


Við viljum líka brjóta þá ömurlegu staðalímynd að forritun sé bara fyrir stráka. Til þess að hvetja fleiri stelpur til mætingu verðum við með föst kynjuð pláss í hverjum búðum. 20 stelpur og 20 strákar.


Forskráning

-->